Þýskaland (IHF)
Þýskaland tryggði sér sinn fyrsta titil í sögunni á heimsmeistaramóti yngri landsliða karla, eftir einn dramatískasta úrslitaleik í sögu handboltans. Eftir venjulegan leiktíma og tvíframlengdan leik þurfti að grípa til vítakastkeppni. Jafnt var á öllum tölum þegar báðar þjóðir voru búnar að taka sín fimm víti hvor. Í bráðabana vítakastkeppninnar reyndist Finn Knaack markvörður Þýskalands hetja liðsins en hann varði hvorki fleiri né færri en þrjú vítaskot í vítakastkeppninni. Lokatölur 41-40 Þjóðverjum í vil. Þýskaland var þremur mörkum undir þegar 82 sekúndur voru eftir af seinni hálfleik seinni framlengingarinnar, en skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér í vítakastkeppni sem þeir unnu að lokum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma 27-27 og 31-31 eftir fyrri framlenginguna. Staðan var síðan 36-36 eftir seinni framlenginguna. Úrvalslið HM U19 í Egyptalandi 2025: Markmaður: Finn Knaack (Þýskaland) Mikilvægasti leikmaður mótsins: Marcos Fis Ballester (Spánn)
Hægra horn: Abdelrahman Aly (Egyptaland)
Hægri skytta: Emil Darling Sorensen (Danmörk)
Miðjumaður: Nikola Roganovic (Svíþjóð)
Vinstri skytta: Aljuš Anžič (Slóvenía)
Vinstra horn: Sergio Sanchez Vidan (Spánn)
Línumaður: Tim Schröder (Þýskaland)
Markahæsti leikmaður mótsins: Aljuš Anžič (Slóvenía) – 67 mörk
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.