GOG Handbold ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Kiel hefur tilkynnt það að slóvenski landsliðsmaðurinn Domen Makuc gengur í raðir félagsins næsta sumar. „Ég spila núna fyrir FC Barcelona og frá næsta ári verð ég í Kiel. Bæði félög eru í heimsklassa með mikla hefð og mikla virðingu hvort fyrir öðru. Flutningurinn til THW Kiel verður næsta stóra skrefið í ferlinum mínum. Ég vil sanna mig í sterkustu deild í heimi og Kiel er kjörinn staður fyrir það. Því þar mun ég ekki aðeins finna topplið heldur líka frábæra stemningu í Wunderino Arena. Að vera hvött áfram af þúsundum handboltaáhugamanna á hverjum heimaleik er eitthvað mjög sérstakt.“ Hinn 19 ára Luca Sigrist er genginn í raðir Melsugen frá HC Kriens-Luzern í Sviss. Luca er fæddur árið 2005 og hefur verið orðaður við Melsungen í þónokkurn tíma. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss gegn þýska landsliðinu í nóvember á síðasta ári. Íslendingafélagið Erlangen vann austurríska félagið Bregenez í æfingaleik í gær 35-26 en þetta var sjötti sigur Erlangen í sjö æfingaleikjum í sumar. Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson leika með Erlangen sem voru í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni. Sú norska, Guro Nestaker samdi í gær við þýska úrvalsdeildarliðið Dortmund en hún hafði verið leikmaður Ludwigsburg í eitt tímabil áður en félagið varð gjaldþrota fyrr í sumar. Samkvæmt rúmenska fjölmiðlinum grp.ro hefur Gloria Bistrița skrifað undir tveggja ára samning við spænska línumanninn Kaba Gassama Cissokho. Á sama tíma hefur þýski hægri hornamaðurinn Viola Leuchter samið við danska félagið Odense. Fuchse Berlín og Barcelona mættust í æfingamóti um helgina þar sem jafnt var eftir venjulegan leiktíma en Barca höfðu betur eftir vítakastkeppni en fara þurfti í bráðabana í vítakastkeppninni. Mathias Gidsel var markahæstur Berlínarliðsins með níu mörk og þeir T. N´Guessan og Dika Mem voru markahæstir Barcelona með sjö mörk hvor. Maik Machulla nýráðinn þjálfari Rhein-Neckar Löwen stendur frammi fyrir stóru verkefni fyrir tímabilið 2025/26 í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson leikur með Rhein Neckar Lowen á komandi tímabili eftir veru í Póllandi og Rúmeníu. Maik Machulla leggur áherslu á að þrátt fyrir nokkrar jákvæðar breytingar hafi liðið enn margt til að bæta sig. Liðið vann franska félagið Selestat AHB með þrettán mörkum í síðasta æfingaleik sínum, 33-20. „Ég tel afar mikilvægt að við höldum áfram að vinna rólega að einstökum málum. Að við reynum ekki að taka annað skref áður en það fyrsta er komið á sinn stað,“ sagði Machulla við Handball-World. Rhein-Neckar Löwen byrjar tímabilið 29. ágúst með leik gegn MT Melsungen. Magdeburg unnu Wartburg Cup sem haldið er í Eisenach um helgina. Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk og var markahæstur leikmanna Magdeburg í 34-28 sigri liðsins á danska liðinu Skanderborg sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með. Elvar Örn skoraði þrjú og Gísli Þorgeir eitt. Þýskaland hafði betur gegn Spánverjum í úrslitaleik HM U19 ára í gær eftir bráðabana í vítakastkeppni, 41-40. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands var ánægður með sigur U19 ára drengjanna. „Þetta lið hefur einfaldlega frábæran karakter. Við munum sjá nokkra af þýsku og spænsku leikmönnunum í aðallandsliðum þjóðanna á komandi árum. Þetta er frábær titill fyrir lið sem við höfðum miklar vonir um.“ Tvis Holstebro töpuðu með 13 mörkum 36-23 gegn pólsku meisturunum í Wisla Plock í gær en danska félagið var í Póllandi um helgina á æfingamóti í Plock. Hin 45 ára Katarine Lunde gæti leikið með norska kvennalandsliðinu á HM þrátt fyrir að vera enn samningslaus eftir að samnigur hennar við danska félagið Odense rann út í sumar. Þetta staðfesti Ole Gustav Gjekstad þjálfari norska landsliðsins. Óvissa ríkir um framtíð hinnar 45 ára Katarine Lunde markmanns norska kvennalandsliðsins til margra ára. Samningur hennar við Odense rann út í sumar. Nú hefur hinsvegar verið gefið út að hún verður markmannsþjálfari 2.deildarliðs Randesund sem staðsett er í Kristiansand. Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í Barcelona unnu fjögurra liða mót sem fram fór í Lingen í Þýskalandi um helgina. Barcelona vann þýsku meistarana Füchse Berlin í úrslitaleik, 34 - 33 eftir Vítakastkeppni. Staðan var jöfn, 27 - 27, eftir venjulegan leiktíma. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Jóhanna Bundsen er sterklega orðuð við franska stórliðið Metz. Íslendingalið Kolstad í Noregi tapaði báðum leikjum sínum um helgina á Fjellhammer Elite Cup. Á föstudaginn tapaði liðið gegn GOG 32-25 og í gær tapaði liðið gegn Elverum 36-29. Hjá Kolstad leika þeir Sigurjón Guðmundsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson. Íslendingarnir í Magdeburg þeir Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru í eldlínunni um helgina á Wartburg Cup. Liðið hefur unnið bæði Lemgo og Eisenach til þessa og mætir danska liðinu Skanderborg í hádeginu í dag. Í gær vann liðið Eisenach 34-21 þar sem Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk, Gísli Þorgeir fjögur og Elvar Örn Jónsson þrjú. Leipzig hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og félögum í Tvis Holstebro í æfingamóti sem fram fer í Plock í Póllandi. Lokatölur 28-23 fyrir Leipzig en Blær Hinriksson er leikmaður Leipzig og skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum og Jóhannes Berg Andrason er leikmaður Holstebro. Flensburg og Fuchse Berlín mættust í æfingaleik í dag. Þýskalandsmeistarnir í Fuchse Berlín unnu leikinn með einu marki, 40-39. Mathias Gidsel var markahæstur í leiknum með 11 mörk. Grgic nýjasti leikmaður Flensburgar var markahæstur þeirra með níu mörk. Tobias Grondahl sem gekk í raðir Fuchse frá GOG í sumar skoraði sex mörk. Örvhenti hornamaðurinn, René Rasmussen leikmaður Skjern í Danmörku hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Það er nú ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hann er á leið inn í sitt 18. tímabil á ferlinum og það allt með sama félaginu. René Rasmussen er fæddur árið 1989. Íslendingaliðið, Blomberg-Lippe þar sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með unnu Nelken-Cup. Liðið vann Flames 31-19 í gær og unnu síðan Dortmund í úrslitaleik mótsins fyrr í dag, 32-28. Ein af örvhentu skyttum Fuchse Berlín, Max Beneke sem hefur verið orðaður frá Berlín í sumar hefur verið lánaður til Eisenach. Tækifæri Beneke voru af skornum skammti á síðustu leiktíð og þess vegna óskaði hann eftir því að fá að fara á lán. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem gekk í raðir norska félagsins Sandefjord frá Fram í sumar skoraði fjögur mörk í æfingaleik liðsins gegn Bækkelaget í gær. Voru þetta fyrstu mörk hans með Sandefjord en liðið tapaði leiknum 34-31. Bart Ravensbergen sem gekk til liðs við Wetzlar í sumar frá Göppingen varð fyrir miklu áfalli á dögunum er hann sleit krossband og leikur því ekkert með liðinu í vetur. Nú er spurning hvað Wetzlar gerir. Gummersbach vann Kiel í gær í æfingaleik 40-37. Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk og Elliði Snær Viðarsson 4. Kentin Mahe var markahæstur Gummersbach með sex mörk. Lukas Laube var markahæstur Kiel með níu mörk. Samkvæmt handboltaspekingum sem Handkastið er í virku samtali við virðast Daninn, Krickau vera annar kostur sem þjálfari Fuchse Berlín. Eins og við höfum fjallað um áður þá ganga samningaviðræður Siewert og Fuchse Berlín illa. Vilja menn meina að Siewert sé með gott samningstilboð frá öðru félagi og vill að Berlínar-refirnir bjóði honum slíkan samning. Einn af betri línumönnum í heimi, Victor Iturriza hefur yfirgefið FC Porto og gengið í raðir Kuwait club. Portúgalski línumaðurinn hafi leikið með Porto tíu tímabil í röð. Fjölmargir æfingaleikir fara fram í dag hjá erlendum félögum. Meðal annars mætast Gummersbach og Kiel og Wisla Plock - Leipzig. Stiven Tobar og félagar í Benfica mæta Granollers og Melsungen mætir Horneo Alicante. Andri Már Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Erlangen þegar liðið vann TV Grosswallstadt í æfingaleik, 37-28. Viggó Kristjánsson lék ekki með Erlangen en hann er að jafna sig af veikindum.Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 20.ágúst:
11:35: Makuc tilkynntur leikmaður Kiel
10:05: Melsungen sækir efnilegan Svisslending
08:00: Erlangen með enn sinn sigurinn
08:00: Áfram halda fyrrum leikmenn Ludgwigsburg að finna sér ný félag
Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 19.ágúst:
12:40: Barca unnu Fuchse Berlín í vítakastkeppni
12:20: Töluverð vinna framundan hjá Maik Machulla
Erlendar fréttir: Mánudaginn 18.ágúst:
08:30: Magdeburg unnu Wartburg Cup
08:00: Úrslitin í 1.umferð þýska bikarsins
07:45: Alfreð Gísla ánægður með fyrsta sigur Þjóðverja á HM yngri landsliða
07:30: Arnór og Jói töpuðu stórt gegn pólsku meisturunum
07:30: Katarine Lunde gæti spilað á HM þrátt vera að vera...
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 17.ágúst:
22:45: Katarine Lunde verður markmannsþjálfari í vetur
19:50: Barcelona unnu æfingamót
19:50: Frá Ludwigsburg til Metz
07:50: Kolstad tapaði tveimur leikjum um helgina
07:50: Magdeburg leikur á Wartburg Cup
07:50: Íslendingaslagur í Póllandi
Erlendar fréttir: Laugardaginn 16.ágúst:
18:00: Tvö stórlið mættust í æfingaleik í dag
18:00: Á leið inn í sitt átjánda tímabila með sama félaginu
17:30: Íslendingaliðið vann æfingamót
Erlendar fréttir: Föstudaginn 15.ágúst:
22:10: Beneke lánaður til Eisenach
09:20: Þorsteinn Gauti skoraði fjögur mörk
09:15: Hollenski landsliðsmarkvörðurinn með slitið krossband
09:09: Teitur og Elliði atkvæðamiklir
Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 14.ágúst:
11:20: Krickau sagður vera annar kostur Fuchse Berlín
09:09: Frá Porto til Kuwait
09:00: Æfingaleikir framundan í dag
09:00: Andri Már skoraði níu mörk
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.