Fyrrum félag Elvars Ásgeirs á barmi gjaldþrots
Attila KISBENEDEK / AFP)

Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Allt bendir til þess að franska Íslendingafélagið Nancy sem lék í næstu efstu deild í Frakklandi á síðustu leiktíð sé á leið í gjaldþrot. Félagið féll úr frönsku úrvalsdeildinni tímabilið 2022/2023 og hefur leikið í Pro Ligue síðan. Það er Handnews sem greinir frá.

Mosfellingurinn, Elvar Ásgeirsson lék með Nancy á árunum 2021-2023 áður en hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku.

Félagið hefur ekki getað lagt fram nægar sannanir til að geta haldið eðlilegum rekstri úti næsta keppnistímabil. Mjög strangt eftirlit er með fjármálum handknattleiksliða í Frakklandi.

Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti 2.deildarinnar.

,,Öxin féll síðastliðinn þriðjudag," segir á Handnews. CNOSF hafnaði sáttaumleitun Nancy, sem vonaðist enn til að tryggja sæti sitt í Proligue. Félagið áfrýjaði í sumar synjun leyfisnefndar franska handknattleiksins á keppnisleyfi í næst efstu deild. Eftir neikvætt álit CNACG í júní og höfnun áfrýjunar þess af FFHB í byrjun júlí, hefur loka kæra Nancy verið felld úr gildi.

,,Fyrir leikmenn og starfsfólk sem hafa ekki enn fengið greidd laun frá því í júní er þessi niðurstaða bitur. Nancy Handball er nú á barmi hruns," segir Handnews.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top