Vill sanna sig í sterkustu deild í heimi
(Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Domen Makuc - Barcelona ((Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Slóvenski leikstjórnandinn, Domen Makuc gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar frá Barcelona. Þetta tilkynnir Kiel á heimasíðu sinni.

„Ég spila núna fyrir FC Barcelona og frá og með næsta ári verð ég í Kiel. Bæði félög eru í heimsklassa með mikla hefð og mikla virðingu hvort fyrir öðru. Flutningurinn til THW Kiel verður næsta stóra skrefið á mínum ferli. Ég vil sanna mig í sterkustu deild í heimi og Kiel er kjörinn staður fyrir það," sagði Makuc á heimasiðu Kiel.

,,Þar mun ég ekki aðeins vera í toppliði heldur líka í frábæri stemningu í Wunderino Arena. Að vera hvattur áfram af þúsundum handboltaáhugamanna á hverjum heimaleik er eitthvað mjög sérstakt.“

Slóvenski landsliðsmaðurinn er fæddur árið 2000 og varð 25 ára fyrr á þessu ári.

Domen Makuc hóf handboltaferil sinn sem barn hjá RK Gold Club Kozina. Hann spilaði fyrir félagið til 15 ára aldurs, sem frá 2009 hét RK Škerjanc Jadran Hrpelje-Kozina, áður en hann gekk til liðs við slóvensku metmeistarana RK Celje Pivovarna Lasko.

Makuc lék sinn fyrsta atvinnumannaleik í Celje 15 ára gamall og 16 ára gamall varð hann fyrsti leikmaðurinn sem fæddist árið 2000 til að spila í Meistaradeildinni, EHF Champions League. Með Celje vann hann meistaratitilinn fjórum sinnum og landsbikarinn þrisvar sinnum áður en Domen Makuc fór til FC Barcelona á Spáni árið 2020. Með Katalónunum hefur hann unnið deildina og bikarinn fimm sinnum hvor, sem og Meistaradeild Evrópu árin 2021, 2022 og 2024. Makuc vann Evrópumeistaratitilinn fyrir heimaland sitt með U20 ára landsliðinu árið 2018 og hefur skorað 98 mörk í 35 leikjum fyrir aðalliðið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top