Guðjón Valur þurfti að aflýsa æfingaleik
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Guðjón Valur Sigurðsson ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Tæplega vika er í það að besta deild í Evrópu, þýska úrvalsdeildin fer af stað en Hannover-Burgdorf og Gummersbach ríða á vaðið næstkomandi miðvikudagskvöld. Þjálfari Gummersbach er Guðjón Valur Sigurðsson en með liðinu leika landsliðsmennirnir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.

Staðan á leikmannahópi Gummersbach tæplega viku fyrir mót er alvarleg en töluvert af leikmönnum liðsins glíma við meiðsli eða veikindi. Guðjón Valur sá ekki annan kost í stöðunni en að aflýsa æfingaleik sem liðið átti að leika í gær gegn Wetzlar.

,,Ég var aðeins of bjartsýnn þegar ég skipulagði æfingaleikina og því tók í ákvörðun með Momir Ilic þjálfara Wetzlar að spila ekki tilsettan æfingaleik í gær. Við erum enn með fjóra meidda leikmenn sem hefðu kannski getað spilað, en við þurfum að skipuleggja vandlega núna og minnka álagið eitthvað," sagði Guðjón Valur við Handball-news.

Engu að síður er Guðjón Valur enn bjartsýnn.

,,Við getum nú æft með þeim á aðeins minni stigi. Við getum stjórnað álagi þeirra með hléum á æfingum. Ég hef engar áhyggjur af því. Það mun taka aðeins lengri tíma fyrir Mathis Häseler og Miro Schluroff. Allir aðrir ættu að vera komnir að fullu í æfingar í þessari viku, eða í síðasta lagi í byrjun næstu viku," sagði Guðjón Valur.

Er Teitur Örn Einarsson einn af þeim leikmönnum sem glímir við meiðsli á þessum tímapunkti.

Mathis Häseler hefur verið frá keppni með Gummersbach allt undirbúningstímabilið eftir að hægri hornamaðurinn sleitliðband í ökkla í næst síðasta leik tímabilsins gegn Füchse Berlín en hann þurfti síðan að gangast undir aðgerð. Miro Schluroff meiddist á æfingu og gekkst undir aðgerð, 11. ágúst. Gert var ráð fyrir því að hann yrði frá keppni í sex vikur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top