Meistarar meistaranna krýndir í München
(Ronny HARTMANN / AFP)

Mathias Gidsel ((Ronny HARTMANN / AFP)

Í dag fór Meistarar meistaranna í handbolta fram í Þýskalandi, þar sem bestu lið síðasta tímabils mættust í spennandi upphafsleik tímabilsins. Leikið var í München og var boðið upp á tvíhöfða þar sem bæði karla- og kvennaflokkur voru á dagskrá. Í kvennaflokki mættust HSG Blomberg-Lippe og Thüringer HC, á meðan stórliðin Füchse Berlin og THW Kiel áttust við í karlaflokknum.

Fyrri leikur dagsins var kl 13:00 þegar að Íslendingalið HSG Blomberg-Lippe mætti Thüringer HC og voru lokatölur 30-31 Thüringer í vil. Blomberg var betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 14-10. Thüringer byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og tóku forystuna um miðbik seinni hálfleiks. Johanna Reichert leikmaður Thüringer var atkvæðamest á vellinum í dag með 9 mörk. Af íslensku stelpunum í Blomberg var Andrea Jacobsen atkvæðamest í leiknum með 5 mörk, Elín Rósa skoraði eitt mark og lagði upp 4 og Díana Dögg komst ekki á blað.

Seinni leikur dagsins var kl 16:00 og mættust Füchse Berlin og THW Kiel. Füchse voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik með 5 mörkum 19-14. Kiel klóruðu heldur betur í bakkann í seinni hálfleik og voru komnir á tímapunkti 3 mörkum yfir 24-27. Eftir 60 mínútna leik var allt jafnt og var haldið í vítakastkeppni. Füchse enduðu sem sigurvegarar eftir að markmaður Füchse Lasse Ludwig varði frá Færeyjingnum Elias á Skipagøtu. Atkvæðamestu leikmenn leiksins voru Mathias Gidsel með 9 mörk og 4 stoðsendingar og Elias á Skipagøtu með 8 mörk og 6 stoðsendingar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top