Hefur ÍBV sótt tvo bestu leikmenn deildarinnar?
Egill Bjarni Friðjónsson)

Birna Berg Haraldsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 11 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið ÍBV.

ÍBV liðið var lengi vel í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en þær voru með betri innbyrgðisárangur gegn Stjörnunni sem kom þeim inn í úrslitakeppnina í stað þess að fara í umspil um fall í deildinni. Liðið sótti einungis tíu stig í 21 leik í Olís-deildinni í fyrra.

Þjálfarinn:
Eftir að hafa stýrt karlaliði ÍBV síðustu tvær leiktíðir hefur Magnús Stefánsson tekið við kvennaliðinu og er á leið inn í sitt fyrsta tímabil með liðið.

Breytingar:
Marta Wawrzykowska einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár er horfin af Eyjunni og það verður stórt skarð sem þarf að fylla. Hinsvegar virðist það vera svo að ÍBV hafi náð að fylla það skarð með norska markverðinum, Amalie Frøland sem hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Fyrirliðinn, Sunna Jónsdóttir er flutt í höfuðborgina en Sandra Erlingsdóttir er komin heim og gæti haft mikil áhrif á ungt og óreynt Eyjalið en Sandra líkt og Amalie Frøland hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu.

Lykilmenn:
Birna Berg Haraldsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Amalie Frøland

Fylgist með:
Birna María Unnarsdóttir getur leyst margar stöður á vellinum og var óvænt í stóru hlutverki í meiðslahrjáðu ÍBV liði á síðustu leiktíð. Fékk mörg tækifæri og kemur reynslunni ríkari inn í komandi tímabil.

Framtíðin:
Agnes Lilja Styrmisdóttir gríðarlega efnileg vinstri skytta sem fékk nokkur tækifæri með liðinu í fyrra og gæti fengið enn stærri tækifæri á komandi tímabili. Var næst markahæst U17 ára landsliðsins á EM í kvenna.

Við hverju má búast:

ÍBV gæti tekið skrefið frá fallbaráttunni sem liðið var í, í fyrra. Hópurinn er hinsvegar lítill og þunnur og má ekki við neinum meiðslum. ÍBV-liðið hefur á að skipa reynslu miklum leikmönnum og ungum og þrælefnilegum leikmönnum sem verða að læra og það hratt. Liðið hefur misst reynslu mikla leikmenn sem voru drjúgir fyrir liðið í botnbaráttuslögum í fyrra. ÍBV er í uppbyggingarfasa en verða að átta sig á hættunni sem fall úr deildinni getur verið.

Sjá einnig:

Umfjöllun um karlalið ÍR
Umfjöllun um karlalið Vals
Umfjöllun um kvennalið Stjörnunnar
Umfjöllun um kvennalið Fram
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top