HB Ludwigsburg ((MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýsku meistararnir í HB Ludwigsburg senda ekki lið til leiks í þýsku úrsvalsdeildinni á komandi leiktíð en tímabilið í þýsku úrvalsdeildinni hefst næstkomandi laugardag. Þetta tilkynnti félagið í morgun en félagið hefur haldið spilunum þétt að sér síðustu vikur um það hvort liðið myndi taka þátt í úrvalsdeildinni eður ei. ,,Allar tilraunir okkar til þess að halda úti fámennara og ódýrara liði undir merkjum HB Ludwigsburg hafa ekki lánast," sagði Holger Leichtle einn af stjórnendum þýska félagsins við Handball-World.news. Félagið hefur unnið þýsku deildina síðustu fjögur ár og verið þýskur bikarmeistari í fjórum af siðustu fimm keppnum. Með þessu er ljóst að einungis ellefu lið taka þátt í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Síðustu daga og vikur hafa leikmenn liðsins fært sig um set hver á eftir öðrum eftir að félagið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Alls hafa 13 leikmenn samið við önnur lið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.