Marklínutækni tekin upp í þýsku deildinni
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Guðjón Valur Sigurðsson ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Aðildarfélög þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik samþykktu einróma á fundi sínum í dag að taka upp marklínutækni í öllum deildarleikjum í vetur.

Guðjón Valur og félagar í Gummersbach eiga fyrsta leik árins í deildinni á morgun þegar þeir mæta Hannover-Burgdorf og verður því boðið upp á marklínutækni í þeim leik.

Marklínutæknin hefur áður verið nýtt í úrslitum Meistaradeildarinnar, Meistarar Meistraranna og úrslitum þýska bikarsins með góðum árangi.

Myndavélunum verður komið fyrir upp í hornunum á markinu og munu aðstoða dómara leiksins við að fá betra sjónarhorn um hvort boltinn sé allur kominn inn eða ekki. Það skal þá tekið fram að lokaákvörðun mun áfram vera í höndum dómara leiksins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top