Thomas Arnoldsen (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Eftir hlé frá handbolta er danski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar Thomas Arnoldsen kominn aftur á völlinn en hann lék með liði sínu í sigri á Skjern í meistarakeppninni í Danmörku síðastliðinn sunnudag. „Mér líður mjög, mjög vel," sagði Thomas Arnoldsen mjög ánægður í leikslok. En nú er hann kominn aftur, í toppformi bæði líkamlega og andlega. „Mér líður mjög, mjög vel. Ég held að þetta sé besta tilfinningin sem ég hef fundið síðan ég kom til Álaborgar,“ sagði hann við TV 2 Sport eftir leikinn. Thomas Arnoldsen gekk til liðs við Álaborgar frá Skanderborg-AGF Håndbold sumarið 2023 og en fór skömmu síðar í veikindaleyfi vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu. Hann var meira og minna frá keppni í tvö ár eða þangað til hann ákvað að taka það skref að kúpla sig úr handboltanum og einbeita sér að því að vinna í sjálfum sér. Í maí var óvíst um þátttöku Arnoldsen á komandi tímabili en í viðtali á þeim tíma lýsti hann stöðunni og veikindunum. Þar sagði hann frá því að hann væri byrjaður að taka ADHD lyf sem varð þess valdandi að hann gat ekki æft eins og atvinnumaður. ,,Þótt mér liði miklu betur og gæti spilað handbolta aftur, hverfa einkennin aldrei alveg. Ég er enn með einkenni, sem þýðir að ég get ekki stundað íþróttina sem ég elska svo mikið eins og er," sagði Arnoldsen sem segir að í kjölfarið hafi hann ákveðið ásamt félaginu að hætta tímabundið. Það er jákvæðar fréttir fyrir Álaborg og danska landsliðið að Thomas Arnoldsen virðist vera búinn að finna jafnvægið og andleg heilsa hans sé orðinn það góð að hann er farinn að spila handbolta á nýjan leik.
Thomas Arnoldsen lé sinn fyrsta leik síðan í mars á þessu ári en þessi 23 ára gamli leikstjórnandi hafði ákveðið að hætta í handbolta í vor til að endurheimta ró og orku eftir að hafa greinst með ADHD fyrr á þessu ári sem höfðu mikil og slæm áhrif á hann.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.