Dönsku meistararnir með sigur í fyrsta leik
(Petr David Josek / POOL / AFP)

Ágúst Elí Björgvinsson ((Petr David Josek / POOL / AFP)

Dönsku meistararnir í Álaborg unnu í kvöld fyrsta leik tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið tók á móti Skanderborg á heimavelli sínum, Gigantium í Álaborg í kvöld. Lokatölur urðu 37-30 fyrir meistarana en tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem var gríðarlega vel sóttur en 4895 manns voru mætt í höllina.

Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifæri í upphafi síðari hálfleiks eftir slaka frammistöðu hjá markverði liðsins í fyrri hálfleiknum, Ágúst Elí varði 2 skot af þeim 15 sem hann fékk á sig í kvöld.

En hjá Skanderborg er Fjölnismaðurinn og skyttan öfluga, Kristján Örn Kristjánsson sem gerði 2 mörk úr 4 skotum og fékk að auki eina brottvísun.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top