Dönsku meistararnir með sigur í fyrsta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Dönsku meistararnir í Álaborg unnu í kvöld fyrsta leik tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið tók á móti Skanderborg á heimavelli sínum, Gigantium í Álaborg í kvöld. Lokatölur urðu 37-30 fyrir meistarana en tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem var gríðarlega vel sóttur en 4895 manns voru mætt í höllina.

Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifæri í upphafi síðari hálfleiks eftir slaka frammistöðu hjá markverði liðsins í fyrri hálfleiknum, Ágúst Elí varði 2 skot af þeim 15 sem hann fékk á sig í kvöld.

En hjá Skanderborg er Fjölnismaðurinn og skyttan öfluga, Kristján Örn Kristjánsson sem gerði 2 mörk úr 4 skotum og fékk að auki eina brottvísun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top