Bergischer HC (SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Á sama tíma og Arnór Þór Gunnarsson þjálfari Bergischer er í fullum undirbúningi fyrir sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari í þýsku úrvalsdeildinni var félagið í vandræðum með æfingahúsnæði Bergischer leikur í 1. umferðinni gegn Þýskalandsmeisturunum í Fuchse Berlín á sunnudaginn en sama dag rennur út samningur félagsins við rekstaraðila æfingahúsnæðisins í Solingen þar sem félagið hefur æft síðustu fimm ár. ,,Við erum búnir að æfa þarna í fimm ár og er þetta topp fimm handboltaaðstaða í Þýskalandi. Þess vegna er þetta sárt ef við þurufm að fara eitthvað annað,” sagði Arnór Þór Gunnarsson þjálfari Bergischer í samtali við Handkastið fyrr í vikunni. Nú hefur Arnór Þór staðfest að samningar hafi náðst og mun félagið æfa áfram í húsnæðinu. ,,Samningar hafa náðst og það er mikill léttir. Við vorum byrjaðir að ferja dótið okkar út í morgun,” sagði Arnór í samtali við Handkastið en fyrr í vikunni sagði hann að þetta væri auðvitað ekki besti undirbúningurinn fyrir leikmenn, þjálfara og félagið rétt fyrir fyrsta leik í deild.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.