Raul Alonso ((DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þriðjungur félaga í þýskur úrvalsdeildinni mæta til leiks í nýtt tímabil með nýjan þjálfara í brúnni. Þetta gera sex félög af 18 talsins en þýska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Hannover-Burgdorf og Gummersbach mætast í opnunarleik deildarinnar. Þau félög sem mæta til leiks með nýja þjálfara í brúnni eru: Flensburg, Eisenach, Rhein-Neckar Lowen, Wetzlar, Stuttgart og Leipzig. Ales Pajovic tók við Flensburg, Momir Ilic tók við Wetzlar, Maik Machulla tók við Rhein-Neckar Lowen, Misha Kaufmann tók við Stuttgart, Raul Alonso tók við Leipzig og Sebastian Hinze tók við Eisenach. Florian Kehrmann þjálfari Lemgo er sá þjálfari sem hefur verið hvað lengst með sama félagið en hann hefur stýrt Lemgo frá árinu 2014. Bennie Wiegart þjálfari Magdeburg hefur verið næst lengst með sama félagið, Magdeburg frá árinu 2015. Guðjón Valur Sigurðsson er á leið inn í sitt sjötta tímabil með Gummersbach og þá er Arnór Þór Gunnarsson á leið inn í sitt annað tímabil með Bergischer.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.