Þýska Bundesligan byrjar á Íslenskum sigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Renars Uscins (Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / via AFP)

Fyrsti leikur þýsku úrvalsdeildarinnar fór af stað í dag þegar að Hannover tók á móti Guðjóni Val og lærisveinum í Gummersbach.

Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og skiptust lið á að vera með forystuna en staðan í hálfleik var 11-15 Gummersbach í vil.

Gummersbach byrjuðu betur í seinni hálfleik en Hannover klóruðu í bakkann og voru á tímapunkti búnir að minnka muninn í 2 mörk. Gummersbach gáfu í undir lokinn og sigldu þægilegum útisigri í höfn 26-29.

Renars Uscins var atkvæðamesti leikmaður vallarins fyrir Hannover með 8 mörk og þrjár stoðsendingar. Í liði Gummersbach var Kay Smits atkvæðamestur með 6 mörk og 4 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og Elliði Snær Viðarsson þrjú fyrir Gummersbach.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top