Viggó Kristjánsson - HC Erlangen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk í fyrsta deildarleik sínum með HC Erlangen í 1.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók á móti Kiel. Viggó Kristjánsson skoraði einnig fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Erlangen en liðið þurfti að sætta sig við tveggja marka tap 31-29. Erlangen leiddi í hálfleik 13-12 eftir að Viggó hafi skorað síðasta mark fyrri hálfleiks. Emil Madsen leikmaður Kiel var markahæstur allra á vellinum í kvöld með átta mörk en Christopher Bissel var markahæstur Erlangen með sex mörk. Færeyingurinn, Elias á Skipagötu skoraði sex mörk fyrir Kiel.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.