Bolti Handbolti ((Kristinn Steinn Traustason)
Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag. Í dag, 28. ágúst ætlum við að skella okkur aftur til ársins 2005 og opnum Morgunblaðið en þar skrifar Skúli Unnar Sveinsson grein um að handboltaíþróttin á í vök að verjast. ,,Samkeppni við erlenda knattspyrnu í íslensku sjónvarpi er hörð." Skúli Unnar Sveinsson skrifar í Morgunblaðinu 28.ágúst 2005: ,,Handboltinn á íslandi á undir högg að sækja. Félögum hefur fækkað undanfarin ár og forráðamenn íþróttarinnar hafa gripið til aðgerða til að reyna bregðast við. Keppnisfyrirkomulaginu hefur verið breytt á síðustu árum og menn verið misánægðir með það. Nú sér fyrir endann á þeim breytingum því á næsta ári verður liðum væntanlega fækkað í efstu deild og 2. deildin verður endurvakin. Hún lagðist af fyrir nokkrum árum enda ennþá erfiðara að halda úti liði þar en í efstu deild - og þykir mörgum samt nóg um að halda liði í efstu deild gangandi." Því betri árangur í handbolta því meiri peningar. ,,Handboltinn er í raun dálítið furðulegri stöðu og talsvert annarri en til dæmis knattspyrnan. Ef lið ætlar að ná árangri þarf góða leikmenn. Það kostar peninga sem eru af skornum skammti. Ef árangur næst er freistandi að senda liðið í alþjóðlega keppni. En í slíkri keppni eru heldur engir peningar þannig að safna þarf enn meiri peningum. Árangur kostar sem sagt meira en ástundun. Líka peninga," skrifar Skúli Unnar. Athyglisverð grein sem nú er tuttugu ára gömul en gæti allt eins verið frá deginum í dag.Góðir dagar vandfundnir
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.