Blær markahæstur í fyrsta leik
(Leipzig)

Blær Hinriksson ((Leipzig)

Blær Hinriksson lék sinn fyrsta leik í þýsku deildarkeppninni eftir að hann gekk til liðs við Leipzig í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til Eisenach.

Leiknum lauk með sigri Eisenach 31-27 eftir að þeir leiddu 16-11 í hálfleik.

Blær Hinriksson átti frábæran leik fyrir Leipzig, var markahæstur á vellinum og skoraði 8 mörk, þar af 3 úr vítum.

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe hóf einnig keppni í þýsku úrvalsdeildinni en við eigum þrjá fulltrúa þar.

Blomberg-Lippe sigraði Buxtehuder SV 31-26 og lögðu stelpurnar í Blomberg-Lippe grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 14-7.

Díana Dögg Magnúsdóttir var meðal markahæstu manna í leiknum en hún skoraði 5 mörk. Andrea Jacobsen skoraði 3 mörk og loks skoraði Elín Rósa Magnúsdóttir 2 mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir Blomberg-Lippe.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top