Evrópudeildin – Úrslit dagsins
Kristinn Steinn Traustason)

Donni skoraði 6 mörk með liði sínu SAH - Aarhus í dag (Kristinn Steinn Traustason)

Átta leikir fóru fram í Evrópudeildinni í dag. Um er að ræða umspilsleiki um laus sæti í riðlakeppninni sem hefst þriðjudaginn 14. október næstkomandi.

Eins og Handkastið greindi frá í dag gerðu Stjörnumenn jafntefli við CS Minaur Baia Mare, 26-26 í Rúmeníu. SAH - Aarhus vann stórsigur á Maritimo da Madeira Andebol/SAD 38-25, þar sem Kristján Örn Kristjánsson var atkvæðamestur í liði Aarhus með 6 mörk.

Saint-Raphael Var Handball vann stórsigur á Mors-Thy 32-45 eftir að hafa verið 15-23 yfir í hálfleik. Þá vann RK Partizan AdmiralBet 31-27 sigur á HCB Karvina eftir að hafa verið 16-15 yfir í hálfleik.

RK Gorenje Velenje og HC Kriens-Luzern mættust í Slóveníu og höfðu HC Kriens-Luzern betur, 25-27. KGHM Chrobry Glogow og HF Karlskrona mættust svo í Póllandi og unnu HF Karlskrona betur 30-33. Arnór Viðarsson, sem skipti yfir til sænska liðsins fyrir tímabilið skoraði 3 mörk úr 3 þremur skotum.

Eyjólfur Garðarsson)
Arnór Viðarsson skoraði 3 mörk með liði sínu HF Karlskrona í dag.

IRUDEK Bidasoa Irun vann 35-26 sigur á ABC Braga Lusíadas Saúde þegar liðin mættust á Spáni í dag. Loks lagði BSV Bern, MRK Cakovec í heimsókn sinni til Króatíu með tveimur mörkum 28-31 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 15-13.

Á morgun taka svo Elverum Handball á móti Bathco Bm. Torrelavega kl. 14:00 að íslenskum tíma. Þá mætast HK MAlmö og IK Savehof kl. 14:15 að íslenskum tíma í sænsku einvígi í Malmö. Úlfar Páll Monsi Þórðarson og félagar í HC Alkaloid heimsækja svo Recken TSV - Hannover Burgdorf kl. 15:00 að íslenskum tíma en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover Burgdorf. Þá fer síðasti leikurinn um helgina fram kl. 17:00 að íslenskum tíma þegar MRK Dugo Selo og MRK Sesvete mætast í Króatíu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top