Jafntefli hjá Stjörnumönnum í Rúmeníu
Sævar Jónsson)

Allt er jafnt í einvíginu fyrir síðara leikinn (Sævar Jónsson)

Stjarnan mætti í dag CS Minaur Baia Mare frá Rúmeníu ytra. Um var að ræða fyrri viðureignina í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Liðin skildu jöfn 26-26 eftir kaflaskiptan og spennandi leik og er því allt jafnt fyrir seinni leikinn sem háður verður næstkomandi laugardag í Heklu höllinni kl. 13:00. Sigurvegarinn úr þeim leik fær því sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Tandri Már Konráðsson meiddist og tók ekki meira þátt í leiknum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers eðlis meiðsli hans eru en ljóst að um mikla blóðtöku var um að ræða fyrir Stjörnuliðið.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og voru fljótt komnir 4 mörkum yfir í stöðunni 4-8. Þá tóku heimamenn við sér og jöfnuðu í stöðunni 9-9. Fyrri hálfleikurinn var svo áfram jafn og fór Stjarnan einu marki yfir inn í hálfleikinn 15-14.

Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum en Stjörnumenn byrjuðu mjög vel og voru fljótt komnir 16-21 yfir. Þá kom aftur áhlaup hjá heimamönnum og jöfnuðu þeir leikinn í stöðunni 22-22 þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Við tók spennandi lokakafli og fór svo að leikar enduðu 26-26.

Arnar Daði Arnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar sagði liðið hafa spilað góðan varnarleik og fengið góða markvörslu sem hafi hjálpað þeim gríðarlega.

Gauti Gunnarsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með 5 mörk, Jóhannes Bjørgvin og Hans Jörgen Ólafsson skoruðu 4 mörk hvor, Ísak Logi Einarsson og Benedikt Marinó Herdísarson skoruðu 3 hvor, Pétur Árni Hauksson, Starri Friðriksson og Jóel Bernburg skoruðu 2 hver og Rea Barnabas skoraði 1.

Það er því allt undir fyrir síðari leikinn sem verður í Heklu höllinni, laugardaginn 6. september og hvetur Handkastið alla til þess að fjölmenna í Heklu höllina og styðja Stjörnuna.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top