Einar Þorsteinn Ólafsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Nýliðar Bergsicher undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar mættu ríkjandi meisturum í Fusche Berlín í höfuðborginni. Það er skemmst frá því að segja að Arnór og félagar fengu skell gegn Berlínarrefunum sem sigurðu leikinn 39-27 eftir að hafa leitt með 3 mörkum í hálfleik. Matthias Gidsel var markahæstur eins og svo oft áður með 10 mörk. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Hamburg í sigri liðsins á Stuttgart en gaf eina stoðsendingu. Einar Þorsteinn gekk til liðs við Hamburg í sumar. Hamburg leiddi 18-14 eftir fyrri hálfleikinn og sigraði leikinn að lokum með þrem mörkum, 36-33. Nicolaj Jørgensen skoraði 12 mörk fyrir Hamburg og Kai Häfner skoraði 11 mörk fyrir Stuttgart. Í lokaleik dagsins gerðu Ýmir Örn og liðsfélagar hans í Göppingen jafntefli gegn Minden á útivelli. Lokatölur í leiknum urðu 28-28 eftir að Minden leiddi með einu marki í hálfleik 14-13. Ýmir Örn skoraði 2 mörk úr 4 tilraunum í leiknum og Ian Weber var markahæstur á vellinum með 9 mörk fyrir Minden.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.