Viktor Gísli tryggði Barcelona titil
(Kristinn Steinn Traustason)

Viktor Gísli Hallgrímsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Viktor Gísli og liðsfélagar hans í Barcelona urðu fyrr í dag Super Cup meistarar Iberíuskaga þegar þeir unnu Sporting Lissabon í úrslitaleik.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 31-31 eftir að Sporting leiddi 15-13 í hálfleik.

Gripið var til vítakastkeppni eftir venjulegan leiktíma þar sem Barcelona hafði betur 4-3 og varði Viktor Gísli lokavíti Sporting og tryggði sínu nýja félagi enn einn titilinn.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk fyrir Sporting í leiknum og var markahæstur ásamt Francisco Costa. Frakkinn Timothey N'Guessan skoraði 8 mörk fyrir Barcelona.

Porto, lið Þorsteins Leó Gunnarssonar, tryggði sér 3 sætið í mótinu eftir sigur á Ademar Leon 28-23.

Mótið fer nú fram í 4 skiptið og hefur Barcelona unnið mótið í öll skiptin sem það hefur farið fram.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top