Viktor Gísli Hallgrímsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Viktor Gísli og liðsfélagar hans í Barcelona urðu fyrr í dag Super Cup meistarar Iberíuskaga þegar þeir unnu Sporting Lissabon í úrslitaleik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 31-31 eftir að Sporting leiddi 15-13 í hálfleik. Gripið var til vítakastkeppni eftir venjulegan leiktíma þar sem Barcelona hafði betur 4-3 og varði Viktor Gísli lokavíti Sporting og tryggði sínu nýja félagi enn einn titilinn. Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk fyrir Sporting í leiknum og var markahæstur ásamt Francisco Costa. Frakkinn Timothey N'Guessan skoraði 8 mörk fyrir Barcelona. Porto, lið Þorsteins Leó Gunnarssonar, tryggði sér 3 sætið í mótinu eftir sigur á Ademar Leon 28-23. Mótið fer nú fram í 4 skiptið og hefur Barcelona unnið mótið í öll skiptin sem það hefur farið fram.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.