Mætast fjórum sinnum innbyrðis fyrir deildarkeppnina
(Raggi Óla)

Birgir Steinn er leikmaður Savehof ((Raggi Óla)

Dregið var í 16-liða úrslit sænska bikarsins fyrr í vikunni en fjögur íslensk lið voru í pottinum er dregið var.

Það sem vekur hvað mest athygli er að Malmö og Savehof drógust á móti hvor öðru en það er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þessi félög eru nú í miðju einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Savehof vann fyrri leikinn í Malmö nokkuð sannfærandi síðustu helgi og mætast öðru sinni í Gautaborg næstu helgi.

í 16-liða úrslitum sænska bikarsins er spilað heima og heiman og það er því ljóst að Savehof og Malmö verða búin að mætast fjórum sinnum innbyrðis áður en deildarkeppnin í Svíþjóð hefst. Liðin mætast síðan aftur í 5.umferð deildarinnar 2.október.

Enginn Íslendingaslagur verður í 16-liða úrslitum sænska bikarsins.

Drátturinn í heild sinni:

Tyresö - Aranås

Karlskrona - Redbergslids (Ólafur Guðmundsson og Arnór Viðarsson leika með Karlskrona)

Kristianstad - Helsingborg (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með Kristianstad)

Malmö - Savehof (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof)

Kroppskultur - Hammarby

Ystads - Hallby

Tumba - Amo (Arnar Birkir Hálfdánsson leikur með Amo)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top