Gísli Þorgeir (Ronny HARTMANN / AFP)
2.umferð þýsku bundesligunnar hófst í kvöld þar sem 6 leikir voru á dagskrá. Arnór Þór og hans menn í Bergischer tóku á móti Erlangan. Í hálfleik var staðan 15-13 fyrir heimamönnum. Í seinni hálfleik voru Erlangen betri og enduðu með því að sigra 29-33. Í liði Erlangan skoraði Andri Már Rúnarsson 4 mörk á meðan Viggó Kristjánsson skoraði 6 og lagði upp 4. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Noah Beyer í liði Bergischer með 10 mörk. Ýmir Örn og liðsfélagar hans í Göppingen tóku á móti Füchse Berlin. Í hálfleik var staðan jöfn 16-16 en í seinni hálfleik voru Füchse sterkari og sigruðu 26-32. Ýmir Örn skoraði 1 mark úr einu skoti. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Leo Prantner með 9 mörk úr liði Berlin. Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Minden í Sap-Arena. Í hálfleik leiddu Rhein-Neckar Löwen 15-12 og héldu góðri spilamennsku inn í seinni hálfleikinn og unnu 28-24 heimasigur á Minden. Haukur Þrastarsson var markalaus í kvöld en lagði eitt mark upp. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Karolis Antanavicius úr liði Minden. Wetzlar fóru í heimsókn til Kiel borgar og mættu Thw Kiel. Í hálfleik leiddu Kiel með einu marki 16-15 en stigu á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu loks 4 marka sigur 34-30. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Emil Madsen með 8 mörk og 4 stoðsendingar. Einar Þorsteinn og félagar í Hamburg tóku á móti Hannover Burgdorf. Í hálfleik leiddu Hamburg með einu marki 16-15 en Hannover stigu upp í seinni hálfleik og sigruðu 29-33. Einar Þorsteinn var með eina stoðsendingu. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Leif Tissier með 6 mörk og lagði upp 6. Magdeburg tóku á móti Eisenach í GETEC Arena. Magdeburg leiddu með 7 mörkum í fyrri hálfleik og héldu sama dampi í þeim seinni og unnu 34-28. Ómar Ingi skoraði 8 mörk og lagði upp 3, Gísli Þorgeir skoraði 5 og lagði upp 3 á meðan Elvar Örn skoraði 2 mörk úr 2 skotum. Á morgun klárast 2.umferðin þegar að 3 leikir fara fram þeir eru: Leipzig-Lemgo (17:00) Gummersbach-Melsungen (17:00) Flensburg-Stuttgart (18:00)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.