Jaron Siewert - Stefan Kretzschmar ((Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það er ótrúleg staða komin upp hjá Þýskalands meisturum Fuchse Berlín sem urðu þýskir meistarar á síðustu leiktíð í fyrsta skipti í sögu félagsins. Auk þess fór liðið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en tapaði þar gegn Magdeburg. Í vikunni gaf íþróttastjóri félagsins, þýska goðsögnin Stefan Kretzschmar það út að hann myndi hætta hjá félaginu þegar samningur hans myndi renna út næsta sumar. Samningur Jaron Siewert þjálfara liðsins rennur einnig út næsta sumar. Nú tala þýskir fjölmiðlar hinsvegar um það að allt bendi til þess að Siewert gæti hugsanlega verið rekinn strax á næstu dögum. Bob Hanning framkvæmdastjóri Fuchse Berlín er sagður vera þegar í örvæntingarfullri leit af eftirmanni Siewert en samningaviðræður Fuchse Berlín við Siewert um framlengingu nýs samning hafa gengið illa að undanförnu. Samkvæmt heimildum Sport Bild er Daninn, Nicolej Krickau sem sagt var upp störfum hjá Flensburg í desember á síðasta ári líklegastur til að taka við liði Fuchse Berlín. Krickau er sagður vera vinna í því að rifta alfarið samningi sínum við Flensburg svo hann sé laus allra mála og gæti tekið við nýju félagi. Fuchse Berlín mætir Magdeburg í stórleik þýsku deildarinnar á laugardaginn. Orðrómur er um að það gæti verið síðasti leikur Siewert með þýsku meistarana.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.