Elliði Snær með stórleik og í liði umferðarinnar
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Elliði Snær (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

2.umferð þýsku bundesligunnar kláraðist í gær þegar að Flensburg og Stuttgart gerðu 29-29 jafntefli.

Daikin Handball gáfu út lið umferðarinnar sem lítur svona út:

David Späth (Rhein-Neckar Löwen)

David Späth og félagar buðu nýliðum Minden í heimsókn í Sap-Arena þar sem þeir unnu 28-24 eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. David Späth stóð vaktina heldur betur með prýði þar sem hann varði 18 skot(42,9%).

Noah Beyer (Bergischer)

Noah Beyer leikmaður Arnórs Þórs tóku á móti Andra Rúnar og Viggó Kristjáns í Erlangan þar sem leikurinn endaði 29-33 fyrir Erlangan. Noah Bayer átti góðan leik þar sem hann skoraði 10 mörk úr 11 tilraunum.

Marek Nissan (Erlangan)

Marek Nissan liðsfélagi Viggó Kristjáns og Andra Rúnars átti góðan leik þar sem hann skoraði 8 mörk og lagði upp eitt. Leikurinn endaði eins og að ofan 29-33 fyrir Erlangan gegn Bergischer.

Leif Tissier (Hannover-Burgdorf)

Leif Tissier og félagar í Hannover fóru í heimsókn til Einars Þorsteins í Hamburg og sigruðu þeir með 4 marka mun 29-33. Leif Tissier átti góðan leik þar sem hann skoraði 6 mörk og lagði meðal annars upp 6 mörk.

Max Beneke (Eisenach)

Max Beneke og félagar hans héldu til Ómars Inga, Elvars Arnar og Gísla Þorgeirs í Magdeburg og endaði það í 6 marka tapi hjá Eisenach, 34-28. Max Beneke átti flottan leik með 10 mörk og lagði upp 4 mörk.

Leo Prantner (Füchse Berlin)

Leo Prantner og liðsfélagar hans í Berlin héldu til Ýmis Arnar í Göppingen og endaði í 6 marka sigri Füchse í vil. Leo Prantner skoraði 9 mörk úr hægra horni Berlin.

Elliði Snær Viðarsson (Gummersbach)

Elliði Snær lærisveinn Guðjóns Vals og félagar hans tóki á móti Arnari Frey og félögum í Melsungen þegar að þeir héldu til Gummersbach. Leikurinn endaði með 1 marks sigri Gummersbach þar sem Elliði Snær átti stórleik með 9 mörk úr 9 skotum.

3.umferð hefst á morgun þar sem fyrsti leikur hefst 13:40 þegar að stórleikur umferðarinnar fer fram

Füchse Berlin- Magdeburg (13:40)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top