Gísli Þorgeir Kristjánsson (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
SC Magdeburg vann öruggan sex marka sigur í 1.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í síðustu viku, 34-28 gegn Eisenach í fyrsta heimaleik tímabilsins, en þjálfarinn Bennet Wiegert var ekki alveg ánægður með seinni hálfleikinn. Magdeburg voru 17-10 yfir í hálfleik. Í dag er stórleikur í þýsku úrvalsdeildinni sem varð enn áhugaverðari eftir fréttir vikunnar þegar Fuchse Berlín tilkynntu að Jaron Siewert væri hættur sem þjálfari liðsins og Daninn Nikolej Krickau hefi tekið við starfinu. Sennilega ein óvæntustu tíðindi í handbolta heiminum í langan tíma. Hans fyrsti leikur sem þjálfari þýsku meistaranna verður heimaleikur gegn Magdeburg í dag klukkan 13:40. Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með sigurinn hjá liðinu í fyrsta leiknum þrátt fyrir að seinni hálfleikurinn hafi ekki verið upp á marga fiska. Gísli er spenntur fyrir leiknum. ,,Mér finnst alltaf gaman að spila í Berlín,“ sagði Gísli að lokum.
„Við unnum með sex mörkum og erum með fjögur stig. Við verðum að halda áfram að horfa á það jákvæða,“ sagði hann í viðtali við Dyn. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir leikinn en þessi sömu lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní þar sem Magdeburg hafði betur og átti Gísli Þorgeir stórleik og var valinn MVP.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.