Viggó Kristjáns (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
3.umferð þýsku bundesligunnar var á fullu í dag þar sem þrír leikir voru á dagskrá, eftir stórleik dagsins hjá Fuchse Berlín og Magdeburg fóru fram tveir leikir. Andri Rúnars og Viggó Kristjáns í Erlangan buðu Ými Erni og félögum í Göppingen í heimsókn og var leikurinn hnífjafn. Fyrri hálfleikur var jafn þar sem í hálfleik var staðan 14-13 Erlangan í vil. Seinni hálfleikur þróaðist eins og í þeim fyrri allt í járnum en Ýmir Örn og félagar höfðu betur undir lok leiks og unnu með eins marks mun 28-29. Atkvæðamesti maður vallarins var Viggó Kristjánsson sem átti frábæran leik þar sem hann skoraði 9 mörk og lagði upp 7 mörk, Andri Rúnarsson skoraði 1 mark. Ýmir Örn komst ekki á blað. Seinni leikur dagsins fór fram í Stuttgart þar sem Stuttgart menn tóku á móti Arnóri Gunnarssyni og lærisveinum í Bergischer. Leikurinn var ójafn í hálfleik þar sem Bergischer voru undir með sex mörkum í hálfleik 21-15. Bergischer byrjuðu seinni hálfleik fínt og voru búnir að minnka muninn í fjögur mörk þangað til að Stuttgart kveiktu á sér og unnu loks sjö marka sigur 35-28. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Kai Häfner með 8 mörk og lagði upp 2 mörk. 3.umferð heldur áfram á morgun þar sem fjórir leikir fara fram. Úrslit dagsins:
Fuchse Berlín - Magdeburg 31-39
Erlangen - Göppingen 28-29
Stuttgart - Bergischer 35-28
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.