Tjáir sig í fyrst sinn eftir viðskilnaðinn við Fuchse Berlín
SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jaron Siewert (SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það kom sennilega öllum á óvart í handboltaheiminum þegar Bob Hanning framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín tilkynnti að félagi hafi sagt upp samningi sínum við þjálfarann, Jaron Siewert.

Jaron Siewert gerði félagið að þýskum meistara í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðustu leiktíð og fór með liðið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Magdeburg.

Nú hefur þessi 31 árs fyrrum þjálfari Fuchse Berlín tjáð sig í fyrsta skipti eftir uppsögnina en hann birti færslu á Instagram síðu sinni á föstudagskvöldið þar sem hann skrifaði eftirfarandi texta:

Kæri handboltaheimur, kæru Füchse-aðdáendur.

Síðastliðnir 24 klukkustundir hafa ekki verið auðveldar fyrir mig og fjölskyldu mína. Vonbrigðin og sársaukinn sem fylgdi ákvörðuninni um að sleppa mér eru gríðarleg og erfitt að lýsa með orðum. Þess vegna bið ég ykkur að virða þá staðreynd að ég þarf enn tíma til að finna réttu orðin.

Engu að síður vil ég þakka ykkur fyrirfram fyrir fjölmörg skilaboð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top