Ómar Ingi Magnússon ((Ronny HARTMANN / AFP)
Meistaradeild Evrópu fer af stað í kvöld þegar fyrstu fjórir leikir keppninnar fara fram. Meistaradeildin er leikin á miðvikudögum og fimmtudögum en leikið er í tveimur átta liða riðlum. Leiktímarnir eru 16:45 og 18:15 á miðvikudögum og fimmtudögum en tólf Íslendingar taka þátt í Meistaradeildinni eins og staðan er í dag en Ágúst Elí Björgvinsson markvörður er á láni hjá Álaborg og gæti farið aftur til Ribe-Esbjerg fyrir áramót. Í dag verður Íslendingaslagur þegar Álaborg og Veszprém eigast við í Danmörku. Orri Freyr leikur með Sporting í Rúmeníu og Íslendingalið Magdeburg tekur á móti Paris Saint Germain. Þar mun Elvar Örn Jónsson leika sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á ferlinum. Leikir dagsins: 16:45: Álaborg - Veszprém Leikir morgundagsins: 16:45: Pick Szeged - Wisla Plock Magdeburg eru ríkjandi Evrópumeistarar en með liðinu leika þeir Ómar Ingi Magnússon, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Bjarki Már Elísson leikur með ungverska liðinu Veszprém og Orri Freyr Þorkelsson leikur með Sporting frá Portúgal. Janus Daði Smárason leikur með Pick Szeged og Viktor Gísli Hallgrímsson er hjá Barcelona. Arnór Snær Óskarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sigurjón Guðmundsson leika með Kolstad.
16:45: Dinamo Bucuresti - Sporting
18:45: Eurofarm Pelister - RK Zagreb
18:45: Magdeburg - Paris Saint-Germain
18:45: Barcelona - GOG
18:45: Kielce - Kolstad
18:45: Nantes - Fuchse Berlín
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.