Ómar Ingi skoraði 8 mörk gegn PSG í kvöld ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu hófst í dag með fjórum leikjum. Orri Freyr og liðsfélagar fóru til Rúmeníu og mættu þar Dinamo Bucuresti. Álaborg tók á móti Veszprém, Eurofarm Pelister fengu HC Zagreb í heimsókn og í stórleik dagsins mættust Magdeburg og Paris Saint-Germain í Þýskalandi. 1.umferðin í Meistaradeildinni lýkur síðan á morgun með fjórum leikjum. A riðill Aalborg Håndbold (DEN) - ONE Veszprém HC (HUN) 32-28 (17-15) B riðill SC Magdeburg (GER) - Paris Saint-Germain (FRA) 37-31 (21-17) Á morgun mætast svo HBC Nantes og Fuchse Berlin í Frakklandi og íslenska tríóið Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir heimsækja Industria Kielce með liði sínu Kolstad. Í A riðlinum fá Janus Daði Smárason og liðsfélagar hans í Pick Szeged pólska liðið Wisla Plock í heimsókn og GOG heimsækja Viktor Gísla og félaga í Barcelona.
Dinamo Bucuresti (ROU) - Sporting Clube de Portugal (POR) 30-33 (15-15)
Markahæstir: Haniel Langaro og Andrii Akimenko með 5 mörk hvor fyrir Dinamo Bucuresti og Fransisco Costa með 8 mörk fyrir Sporting.
Dinamo Bucuresti byrjuðu leikinn mjög sterkt og spiluðu gríðarlega sterka vörn svo Sporting tókst einungis að skora 3 mörk á fyrsta korteri leiksins. Sporting nýtti sér hins vegar rauða spjaldið sem Militaru, sem er Bucuresti mjög mikilvægur varnarlega, fékk og unnu sig inn í leikinn. Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk úr 7 skotum.
Markahæstir: Thomas Arnoldsen með 6 mörk fyrir Álaborg og Nedim Remili með 8 mörk fyrir Veszprém.
Juri Knorr og liðsfélagar hans í Álaborg byrja tímabilið í Meistaradeildinni mjög vel á meðan Veszprém, sem stefna á final four í Köln, fara ekki vel af stað. Álaborg spiluðu miklu skipulagðari leik á meðan Veszprém réði sig of mikið á einstaklingsgæði. Þá var mjög mikill munur á markvörslu liðanna en Fabian Norsten var með 41% hlutfallsmarkvörslu í marki Álaborgar á meðan markvarðapar Veszprém náðu einungis 24% hlutfallsmarkvörslu. Bjarki Már Elísson spilaði hinsvegar feikvel með liði Veszprém en hann skoraði 8 mörk í kvöld. Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu í liði Álaborgar.
HC Eurofarm Pelister (MKD) - HC Zagreb (CRO) 25-23 (13-12)
Markahæstir: Dejan Manaskov með 8 mörk fyrir Eurofarm Pelister og Filip Glavaš með 7 mörk fyrir HC Zagreb.
Leikurinn var jafn og spennandi en Eurofarm höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn. Þeir skoruðu fyrsta markið og voru yfir allan fyrri hálfleikinn. Zagreb komust yfir snemma í fyrri hálfleik en þá gáfu Eurofarm aftur í og unnu að lokum tveggja marka sigur 25-23 í mjög jöfnum leik.
Markahæstir: Felix Claar með 10 mörk fyrir Magdeburg og Kamil Syprzak með 11 mörk fyrir PSG
Meistaraliðið frá því í fyrra byrjar tímabilið í Meistaradeildinni á stórsýningu en þeir skoruðu 21 mark í fyrri hálfleik, þar sem allt virtist ganga upp hjá liðinu sóknarlega. Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk, Gísli Þorgeir 3 og Elvar Örn, sem gekk til liðs við Magdeburg í sumar, skoraði einu sinni. Það er ljóst að Íslendingahersveitin í Magdeburg ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni í vetur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.