Meistaradeildin: Naumt tap hjá Janusi og skellur fyrir íslenska þríeykið í Kolstad
Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Benedikt Gunnar skoraði 3 mörk fyrir Kolstad í kvöld (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Fjórir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged tóku á móti pólska liðinu Orla Wisla Plock. Íslenska þríeykið í Kolstad, Benedikt og Arnór Óskarssynir ásamt Sigvalda Guðjóni fóru í heimsókn til stórliðsins Industria Kielce. Þá varði Viktor Gísli Hallgrímsson mark Börsunga þegar þeir tóku á móti danska liðinu GOG. Loks tóku HBC Nantes á móti Füchse Berlin.

A riðill
OTP Bank Pick Szeged (HUN) - Orlen Wisla Plock (POL) 33-34 (15-15)
Markahæstir: Melvyn Richardson með 12 mörk fyrir Wisla Plock og Mario Sostaric með 9 mörk fyrir Pick Szeged.

Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir Pick Szeged í dag en fór samt sem áður mikinn í sóknarleik liðsins. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Wisla Plock var með tveggja marka forystu þegar rétt tæpar 2 mínútur voru eftir og Serdío Gúntin hjá Wisla Plock fékk tveggja mínútna brottvísun og stefndi jafnvel í að Pick Szeged næðu að stela stigi en það gekk ekki eftir og 33-34 tap hjá Janusi og félögum niðurstaðan.

Industria Kielce (POL) - Kolstad Handball (NOR) 38-27 (16-12)
Markahæstir: Aleks Vlah skoraði 7 mörk fyrir Kielce og þeir Adrian Aalberg, Magnus Søndenå, Simon Jeppson og Martin Hernes Hovde skoruðu 4 mörk hver fyrir Kolstad.

Það var virkilega erfitt uppdráttar fyrir Kolstad í kvöld. Sóknarleikurinn var í algjöru frosti og leikmenn Kielce skoruðu m.a. tvisvar sinnum í autt markið á upphafsmínutum leiksins. Kielce komust í 7-1 þegar Christian Berge þjálfari Kolstad tók loks leikhlé. Ekki batnaði leikur liðsins sérstaklega þegar leið á og Kielce sigruðu 38-27. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 3 mörk, Sigvaldi Guðjónsson 2 en Arnór Snær Óskarsson komst ekki á blað í kvöld.

B riðill
Barca (ESP) - GOG (DEN) 37-32 (25-14)
Markahæstir: Daniel Fernández Jiménez með 6 mörk fyrir Barca og Óli Mittún með 5 mörk fyrir GOG

Barca byrjuðu leikinn sterkt og voru fljótt komnir í stöðuna 5-0. GOG reyndu hvað þeir gátu að halda í við Börsunga og leituðu mikið í 7-6 með hinn frábæra færeyska leikstjórnanda Óla Mittún sem gekk til liðs við þá í sumar. Viktor Gísli Hallgrímsson átti virkilega góðan leik í marki Barca og varði 8 skot eða 30,77% hlutfallsmarkvörslu.

HBC Nantes (FRA) - Füchse Berlin (GER) 34-40 (17-16)
Markahæstir: Valero Rivera Folch með 7 mörk fyrir HBC Nantes og Mathias Gidsel með 10 mörk fyrir Füchse Berlin

Þessi lið mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem Anton og Jónas dómarar gáfu einum besta leikmanni heims, Mathias Gidsel, rautt spjald eftir um 8 mínútna leik. Eftirvæntingin var því mikil fyrir leikinn í dag auk þess sem þokkaleg pressa var á nýjum þjálfara Berlínarrefanna, Nicolej Krickau eftir skell gegn Magdeburg í þýsku deildinni. Hann virðist hins vegar hafa fundið uppskrift sem virkar því refirnir skoruðu 40 mörk í kvöld.

Úrslit leikjanna í fyrstu umferð:
A riðill:
Dinamo Bucuresti (ROU) - Sporting Clube de Portugal (POR) 30-33 (15-15)
Aalborg Håndbold (DEN) - ONE Veszprém HC (HUN) 32-28 (17-15)
Industria Kielce (POL) - Kolstad Handball (NOR) 38-27 (16-12)
OTP Bank Pick Szeged (HUN) - Orlen Wisla Plock (POL) 33-34 (15-15)

B riðill:
HC Eurofarm Pelister (MKD) - HC Zagreb (CRO) 25-23 (13-12)
SC Magdeburg (GER) - Paris Saint-Germain (FRA) 37-31 (21-17)
HBC Nantes (FRA) - Füchse Berlin (GER) 34-40 (17-16)
Barca (ESP) - GOG (DEN) 37-32 (25-14)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top