Langar neglur bannaðar í Danmörku
HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Juri Knorr (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Nýjar reglur hafa verið teknar upp í Danmörku þar sem langar neglur eru ekki velkomnar. Það er Hbold sem fjallar um málið.

Gildir reglan á öllum stigum handboltans í Danmörku allt frá yngri flokka leikjum og upp í efstu deildum í meistaraflokki. Leikmenn gætu verið neyddir til að klippa neglurnar sínar í miðjum leik.

Reglan er einföld: Leikmenn mega ekki hafa of langar neglur.

Tilgangurinn er að draga úr hættu á að liðsfélagar eða andstæðingar klórist eða langar neglur stingist í augun á meðan á leik stendur.

Jørn Møller Nielsen útskýrir regluna á þann hátt að ef dómarinn uppgötvar það á meðan á leik stendur getur hann sagt við leikmanninn að hann verði að yfirgefa völlinn og klippa neglurnar áður en hann getur komið aftur inn á völlinn.

Jafnframt leggur hann áherslu á að þetta sé einfaldlega skýring á gildandi reglu um að þú megir ekki vera í búnaði sem getur skaðað aðra og að neglur verði ekki mældar fyrir leiki.

Það verður fróðlegt að sjá hvort HSÍ og dómaranefnd þeirra taki upp þessar reglur hér á landi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top