Guðjón Valur hafði betur gegn Þýskalandsmeisturunum
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Elliði Snær Viðarsson VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sannfærandi sigur á Þýskalandsmeisturum Fuchse Berlín á heimavelli í dag í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar 34-29.

Gummersbach voru með yfirhöndina allan leikinn en liðið komst strax í 8-2 eftir 10 mínútna leik. Um er að ræða annað tap Fuchse Berlín í deildinni í röð eftir að Daninn Nicolej Krickau tók við liðinu af Jaron Siewert.

Gummersbach var yfir í hálfleik 18-13 en Gummersbach komst mest níu mörkum yfir í leiknum í stöðunni 28-19 og 29-20.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Mathias Gidsel var markahæstur með tíu mörk en fyrir Gummersbach var Hollendingurinn Kai Smits markahæstur með átta mörk.

Gummersbach eru með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðarinnar, á meðan Fuchse Berlín eru með fjögur stig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top