Elliði Snær Viðarsson VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sannfærandi sigur á Þýskalandsmeisturum Fuchse Berlín á heimavelli í dag í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar 34-29. Gummersbach voru með yfirhöndina allan leikinn en liðið komst strax í 8-2 eftir 10 mínútna leik. Um er að ræða annað tap Fuchse Berlín í deildinni í röð eftir að Daninn Nicolej Krickau tók við liðinu af Jaron Siewert. Gummersbach var yfir í hálfleik 18-13 en Gummersbach komst mest níu mörkum yfir í leiknum í stöðunni 28-19 og 29-20. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Mathias Gidsel var markahæstur með tíu mörk en fyrir Gummersbach var Hollendingurinn Kai Smits markahæstur með átta mörk. Gummersbach eru með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðarinnar, á meðan Fuchse Berlín eru með fjögur stig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.