Kiril Lazarov (Vincent Michel / DPPI via AFP)
Í tilefni þess að Meistaradeild Evrópu hófst í síðustu viku tók Upskill Handball saman 100 markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar frá upphafi. Markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni frá upphafi er Guðjón Valur Sigurðsson með 660 mörk en hann er í 22.sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar. Markahæsti leikmaður keppninnar er Kiril Lazarov en hann hefur skorað 1468 mörk í Meistaradeildinni. Markahæsti leikmaðurinn sem enn er að spila er Alex Dujshebaev leikmaður Kielce í Póllandi. Þrír Íslendingar eru á topp 100 listanum yfir markahæstu leikmenn keppninnar frá upphafi. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar frá upphafi: 22. Guðjón Valur Sigurðsson - 660 mörk
32. Ólafur Stefánsson - 603 mörk
33. Aron Pálmarsson - 585 mörk
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.