Markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar frá upphafi
Vincent Michel / DPPI via AFP)

Kiril Lazarov (Vincent Michel / DPPI via AFP)

Í tilefni þess að Meistaradeild Evrópu hófst í síðustu viku tók Upskill Handball saman 100 markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar frá upphafi.

Markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni frá upphafi er Guðjón Valur Sigurðsson með 660 mörk en hann er í 22.sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar. Markahæsti leikmaður keppninnar er Kiril Lazarov en hann hefur skorað 1468 mörk í Meistaradeildinni.

Markahæsti leikmaðurinn sem enn er að spila er Alex Dujshebaev leikmaður Kielce í Póllandi.

Þrír Íslendingar eru á topp 100 listanum yfir markahæstu leikmenn keppninnar frá upphafi.

Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar frá upphafi:

  1. Kiril Lazarov - 1468 mörk
  2. Timor Dibirov - 1212 mörk
  3. Nikola Karabatic - 1198 mörk
  4. Mikkel Hansen - 1138 mörk
  5. Momir Ilic - 969 mörk
  6. Marko Vujin - 861 mörk
  7. Alex Dujshebaev - 856 mörk
  8. Laszlo Nagy - 846 mörk
  9. Sergei Rutenka - 845 mörk
  10. Ivan Cupic - 843 mörk
  11. Niklas Ekberg - 785 mörk
  12. Zlatko Horvat - 731 mörk
  13. Domagoj Duvnjak - 725 mörk
  14. Victor Tomas - 717 mörk
  15. Uwe Gensheimer - 715 mörk

22. Guðjón Valur Sigurðsson - 660 mörk
32. Ólafur Stefánsson - 603 mörk
33. Aron Pálmarsson - 585 mörk

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top