Jaron Siewert (SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fyrrum þjálfari Fuchse Berlín rýfur þögnina eftir að hafa verið sagt upp störfum í síðustu viku eftir að hafa gert félagið að Þýskalandsmeisturum á síðustu leiktíð í fyrsta skitpi í sögu félagsins. Þá fór hann með liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jaron Siewert er 31 árs Þjóðverji sem hefur er uppalinn hjá félaginu og þjálfaði lengi vel yngri lið félagsins. Hann tók síðan við stjórnartaumunum á aðalliði Fuchse Berlín tímabilið 2020/2021 þá einungis 26 ára. ,,Þessi ákvörðun stjórnarinnar er óskiljanleg," skrifaði Jaron Siewert á Instgram færslu sinni og lýsir yfir vonbrigðum með stjórnendur félagsins. Hann leggur áherslu á að leikmennirnir hafi ekki átt neinn þátt í ákvörðuninni og hvetur aðdáendur til að styðja liðið og nýja þjálfarann Nicolej Krickau. En orðrómur hefur verið á kreiki um það að leikmenn á borð við Mathias Gidsel hafi verið með í ráðum. Siewert útskýrir að hann hafi farið á fund með stjórn félagsins í síðustu viku í þeirri trú að hann væri að fara skrifa undir nýjan samning, en í staðinn var hann leystur undan samningi. „Það sló mig. Ég er virkilega vonsvikinn að tiltekið orð hafi verið einskis virði,“ segir hann og leggur áherslu á að ákvörðunin sé eingöngu hjá stjórnendum – ekki leikmönnunum. Þetta skrifar Handball-World. Hér að neðan er hægt að sjá færslu Jaron Siewert þýdda yfir á íslensku: Nokkur tími er liðinn og upphaflegu tilfinningarnar hafa dofnað. Það sem eftir stendur er djúpstætt skilningsleysi og mikil vonbrigði gagnvart ákvörðunartöku hjá Füchse Berlin. Að senda ungan mann frá Reinickendorf, sem var ímynd hugmyndafræði félagsins og helgaði sig því af fullri hollustu sem aðalþjálfari, er það sársaukafyllsta af öllu. Það er mér mikilvægt að skýra þetta: Brottför mín frá Füchse Berlin var eingöngu ákvörðun stjórnenda félagsins. Ég fór á fundinn á fimmtudag í þeirri trú að ég myndi undirrita nýja samninginn sem við höfðum þegar rætt en þess í stað var ég leystur frá störfum alveg óvænt. Þetta var mikið áfall. Framkvæmdastjórar starfa vissulega með þeirri sannfæringu að þeir séu að gera það besta fyrir félagið – jafnvel þótt það sé mér erfitt að skilja á þessari stundu. Það sem er mér sérstaklega mikilvægt er að hvorki einstakir leikmenn né hópar leikmanna höfðu neitt með þessa ákvörðun að gera. Eftir margar persónulegar umræður var mér mjög mikilvægt að fá skýringar á þessu líka. Engu að síður er ég djúpt vonsvikinn að tiltekið orð hafi verið einskis virði. Þar að auki er mér óskiljanlegt að „þrýstingur frá almenningi“ sé notaður sem réttlæting fyrir þessari ákvörðun – jafnvel þótt málið hafi verið kynnt í fjölmiðlum.
„Ég mun alltaf bera Füchse Berlin í hjarta mínu, en nú tek ég mér tíma fyrir fjölskylduna mína og til að safna styrk fyrir framtíðina,“ segir Siewert að lokum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.