Nikolej Krickau (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Danski handknatteiksþjálfarinn, Nicolej Krickau er hættur sem handboltasérfræðingur hjá TV 2. Ákvörðunin kemur eftir að hann tók við bæði sem aðalþjálfari og íþróttastjóri hjá Füchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni. Krickau hefur starfað sem sérfræðingur í handboltaumfjöllun TV 2 undanfarin ár. John Jäger, íþróttastjóri TV 2, staðfestir við Ekstra Bladet að Krickau sjálfur hafi tilkynnt stöðinni að hann finni ekki lengur tíma fyrir hlutverkið. „Krickau átti að fjalla um nokkra deildarleiki fyrir okkur á næstu mánuðum. Hann getur það ekki núna,“ segir Jäger við Ekstra Bladet og leggur áherslu á að aðrir sérfræðingar muni taka við verkefnunum. „Við erum ótrúlega ánægð fyrir hans hönd, og hann er frábær handboltaþjálfari. Hann hefur verðskuldað þetta starf í Berlín,“ segir Jäger.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.