Samir Bellahcene (Tom Weller / AFP)
Franska karla landsliðið hefur orðið fyrir blóðtöku því franski markvörðurinn Samir Bellahcene hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í franska landsliðið. Bellehcene segist hafa tekið ákvörðina eftir að hafa rætt við Guillaume Gille landsliðsþjálfara Frakka á dögunum. „Eftir langt samtal við starfsfólkið – sérstaklega Gino (Guillaume Gille), sem hefur stutt mig mikið hef ég ákveðið að hætta keppni í landsliðinu. Þetta er persónuleg og fjölskylduleg ákvörðun. Ég þarf meiri tíma fyrir fjölskylduna mína,“ sagði markvörðurinn í viðtali við vefsíðu franska handknattleikssambandsins. Bellahcene hefur komið víða við á ferlinum en lék síðustu ár í Þýskalandi með Kiel og Stuttgart en fluttist til Rúmeníu í sumar og leikur með Dinamo Bucuresti. Bellehcene er einungis 29 ára og var í leikmannahópi franska landsliðsins sem varð Evrópumeistari á síðasta ári. Síðasti stóri leikur Bellahcene fyrir franska landsliðið var á HM 2025, þar sem meiðsli neyddu hann til að hætta keppni snemma.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.