Ellefu mörk skilaði Eliasi a Skipagøtu í lið umferðarinnar
(FRANK MOLTER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Elias á Skipagøtu ((FRANK MOLTER / dpa Picture-Alliance via AFP)

4.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í gær þegar að Flensburg unnu Hannover á heimavelli með 8 mörkum. Daikin handball smíðaði saman lið umferðarinnar sem lítur svona út:

Malte Semisch(Minden)

Malte Semisch markvörður Minden átti góðan leik þegar að Minden unnu Bergischer í nýliðaslag síðasta laugardag. Malte varði 16 bolta(42%) í marki Minden.

Mats Korte(Minden)

Vinstri hornamaðurinn og leikmaður Minden Mats Korte átti einnig góðan leik í nýliðaslag um helgina. Korte skoraði 8 mörk úr 9 skotum.

Felix Claar(Magdeburg)

Svíinn Felix Claar átti góðan leik þegar að Magdeburg unnu Stuttgart á heimavelli 32-23. Claar skoraði 7 mörk og lagði upp 2 mörk.

Elias Ellefsen á Skipagøtu(THW Kiel)

Færeyski miðjumaðurinn Elias á Skipagøtu átti frábæran leik þegar að Kiel sigruðu Einar Þorstein og félaga í Hamburg. Elias skoraði 11 mörk.

Mathias Gidsel(Füchse Berlin)

Mathias Gidsel hægri skytta þýskalandsmeistara Berlin átti góðan leik þegar að lið hans Berlin töpuðu gegn Guðjóni Val og lærisveinum hans í Gummersbach. Gidsel skoraði 10 mörk ásamt því að hafa lagt upp 3 mörk.

Marius Steinhauser(Hannover)

Hægri hornamaðurinn Marius Steinhauser var góður í tapi síns liðs gegn Flensburg. Marius skoraði 9 mörk úr 12 skotum.

Johannes Golla(Flensburg)

Þýski landsliðsmaðurinn Johannes Golla var öflugur í góðum heimasigri Flensburg gegn Hannover. Golla skoraði 5 mörkn og lagði upp 2 mörk

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top