Óli Mittún (Javier Borrego / Spain DPPI / AFP)
Færeyski landsliðsmaðurinn, Óli Mittún þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik í ellefu marka tapi GOG á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óli kom ekkert aftur við sögu í leiknum. Álaborg unnu leikinn sannfærandi 40-29 en Álaborg og GOG hafa verið þau lið sem hafa verið að berjast um danska meistaratitilinn síðustu ár. Felix Möller braut harkalega á Óla Mittún sem þurfti að fara af velli vegna axlarmeiðsla en Svíinn fékk beint rautt spjald fyrir brotið. Í viðtali eftir leik sagði Óli Mittún ekki geta sagt til um alvarleika meiðslanna en hann hefði slæma tilfinningu fyrir meiðslunum. Meiðslin koma ofan á fjarveru Frederik Pedersen og Casper Käll sem hafa verið fjarverandi að undanförnu. Framundan er mikilvægur leikur í Meistaradeildinni gegn Janusi Daða Smárasyni og félögum í Pick Szeged á morgun.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.