Segir 70% leikmanna Berlínar hafi viljað breytingar
(Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jaron Siewert - Stefan Kretzschmar ((Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / dpa Picture-Alliance via AFP)

Axel Lange stjórnarmaður Fuchse Berlin lét athyglisverð orð falla í viðtali við dagblaðið BZ á dögunum en mikið hefur verið rætt og ritað um félagið eftir að bæði íþróttastjóri félagsins Stefan Kretzschmar og Jaron Siewert þjálfari liðsins yfirgáfu félagið með stuttu milli bili.

Axel Lange sagði í viðtali við BZ að nokkrir leikmenn þýska meistaraliðsins hafi nánast krafist þjálfaraskipta hjá félaginu. Þau ummæli koma á mismikið á óvart en umræða var um það strax eftir þjálfarabreytingarnar en daninn Nicolej Krickau tók við bæði liðinu og sem íþróttastjóri félagsins.

Leikmenn, Jaron Siewert og fleiri hafa haldið því fram að einungis einn maður hefði staðið á bakvið ákvarðanirnar og það væri Bob Hanning framkvæmdastjóri félagsins.

Axel Lange segir það hinsvegar ekki era svo og það sé ástæða þess að stjórnendur félagsins létu Jaron Siewert óvænt taka pokann sinn á dögunum þrátt fyrir að hafa gert liðið að Þýskalandsmeisturunum á síðustu leiktíð.

„Ég myndi segja að 60, 70 prósent leikmanna vildu breytingu á þjálfarastöðunni. Sú staðreynd að sumir haga sér nú eins og allt saman hafi komið þeim á óvart kemur mér á óvart,“ sagði Axel og virðist sem nú að Lange saki leikmennina um að ljúga um þátttöku sína í þjálfarabreytingunum.

Fuchse Berlín mætir Álaborg í Meistaradeildinni á fimmtudaginn í 2.umferð keppninnar. Liðið vann Nantes í síðustu viku.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top