Janus Daði Smárason ((Kristinn Steinn Traustason)
Samkvæmt heimildum Mundodeportivo, dagblaðs í Barcelona er Janus Daði Smárason á leið til Barcelona en það var handbolti.is sem greindi fyrst frá. Barcelona er sagt horfa til Janusar Daða til að leysa skarð Domen Makuc sem er á leið til Kiel næsta sumar. Því er haldið fram að Janus Daði sé með þriggja ára samning á borðinu frá Barcelona og fátt komi í veg fyrir að hann skrifi undir hjá spænska stórliðinu í sumar. Samningur Janusar Daða við Pick Szeged rennur út í sumar. Semji Janus við Barcelona hittir hann fyrir félaga sinn úr landsliðinu, markvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.