Janus Daði orðaður við Barcelona
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Janus Daði Smárason (Kristinn Steinn Traustason)

Samkvæmt heimildum Mundodeportivo, dagblaðs í Barcelona er Janus Daði Smárason á leið til Barcelona en það var handbolti.is sem greindi fyrst frá.

Barcelona er sagt horfa til Janusar Daða til að leysa skarð Domen Makuc sem er á leið til Kiel næsta sumar.

Því er haldið fram að Janus Daði sé með þriggja ára samning á borðinu frá Barcelona og fátt komi í veg fyrir að hann skrifi undir hjá spænska stórliðinu í sumar.

Samningur Janusar Daða við Pick Szeged rennur út í sumar.

Semji Janus við Barcelona hittir hann fyrir félaga sinn úr landsliðinu, markvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top