Meistaradeildin: Sigvaldi Björn markahæstur í fyrsta sigri Kolstad
Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Sigvaldi var frábær í fyrsta sigri Kolstad í riðlinum (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Þrír leikir fóru fram í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Íslendingalið Kolstad fengu Dinamo Bucuresti í heimsókn. Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged heimsóttu GOG í Danmörku og Orlen Wisla Plock tóku á móti HC Zagreb í Póllandi.

A riðill
Kolstad Handball (NOR) - Dinamo Bucuresti (ROU) 31-28 (17-10)
Markahæstir: Sigvaldi Björn Guðjónsson með 6 mörk fyrir Kolstad og Andrei Nicusor Negru með 5 mörk fyrir Dinamo Bucuresti

Kolstad kemst á blað þökk sé frábærri vörn og stórleik Andreas Palicka í markinu. Bucuresti höfðu þurft að taka leikhlé strax á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þrátt fyrir áhlaup í lok leiks stóðust Kolstad það og fóru með sigur af hólmi. Sigvaldi Björn var markahæstur með 6 mörk í liði Kolstad og Benedikt Gunnar Óskarsson fór einnig mikinn í sóknarleik liðsins með 4 mörk og bróðir hans Arnór Snær Óskarsson skoraði 2 mörk.

Staðan í A riðlinum:

Standings provided by Sofascore

B riðill
GOG (DEN) - Pick Szeged (HUN) 31-36 (16-18)
Markahæstir: Nicolai Nygaard Pedersen með 8 mörk fyrir GOG og Mario Sostaric með 12 mörk fyrir Pick Szeged.

GOG þurftu að leysa það að vera án þeirra lykilmanns, Óla Mittúns, sem meiddist á öxl nýverið og hefur sóknarleikur liðsins mikið byggst í kringum styrkleika hans. Janus Daði Smárason átti frábæran leik fyrir Pick Szeged og skoraði 5 mörk úr 7 skotum.

Wisla Plock (POL) - HC Zagreb (CRO) 30-27 (17-13)
Markahæstir: Mitja Janc með 6 mörk fyrir Wisla Plock og Ihar Bialiauski með 7 mörk fyrir HC Zagreb.

Wisla Plock eru nú með 4 stig eftir 2 leiki sem kemur kannski mörgum á óvart og eru þeir að stimpla sig vel inn í tímabilið í Meistaradeildinni með þessum sigri

Staðan í B riðlinum

Standings provided by Sofascore

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top