Meistaradeildin: Ómar Ingi markahæstur í sigri á Barcelona
(Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi var markahæstur í kvöld ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fimm leikir fóru fram í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Füchse Berlin fengu Álaborg í heimsókn, Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém tóku á móti franska liðinu HBC Nantes. Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting tóku á móti Kielce. PSG fengu HC Eurofarm Pelister í heimsókn og stórleikur umferðarinnar fór fram á Spáni þegar Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barca tóku móti Gísla Þorgeiri, Ómari Inga og Elvari Erni í Magdeburg.

A riðill
Füchse Berlin (GER) - Aalborg Håndbold (DEN) 31-28 (17-13)
Markahæstir: Mathias Gidsel með 8 mörk fyrir Füchse Berlin og Simon Hald Jenssen og Thomas Sommer Arnoldssen voru báðir með 5 mörk fyrir Álaborg.

Füchse Berlin eru aftur komnir á sigurbrautina eftir erfitt gengi í þýsku Bundesligunni. Mathias Gidsel fór fyrir liði Berlínarefanna eins og svo oft áður.

Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Füchse Berlin eru nú búnir að vinna báða leiki sína í Meistaradeildinni (Photo by Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

ONE Veszprém HC (HUN) - HBC Nantes (FRA) 30-25 (17-15)
Markahæstir: Hugo Descat með 8 mörk fyrir Veszprém og Noam Leopold með 5 mörk fyrir Nantes.

Nokkuð þægilegur sigur fyrir Veszprém þar sem Rodrigo Corrales Rodal átti stórleik í marki Veszprém með 41% markvörslu. Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir Veszprém í kvöld.

Sporting Clube de Portugal (POR) - Industria Kielce (POL) 41-37 (20-15)
Markahæstir: Francisco Costo og Salvador Martinho voru báðir með 10 mörk fyrir Sporting og Szymon Sicko var með 8 mörk fyrir Kielce.

Sporting hafði betur í miklum markaleik. Orri Freyr Þorkelsson skoraði 3 mörk fyrir Sporting.

Staðan í A riðlinum:

Standings provided by Sofascore

B riðill
Paris Saint-Germain (FRA) - HC Eurofarm Pelister (MKD) 33-27 (16-16)
Markahæstir: Elohim Prandi með 11 mörk fyrir PSG og Dejan Manaskov með 5 mörk fyrir Eurofarm Pelister.

Flestir bjuggust við sigri PSG í þessari viðureign en þeir Eurofarm Pelister stóðu vel í þeim framan af og var allt jafnt í hálfleik. PSG slitu sig hins vegar frá gestunum og unnu 6 marka sigur.

Barca (ESP) - SC Magdeburg (GER) 21-22 (12-15)
Markahæstir: Aleix Gómez með 7 mörk fyrir Barca og Ómar Ingi Magnússon með 6 mörk fyrir Magdeburg.

Íslendingahersveit Magdeburgar unnu Viktor Gísla og félaga í Barca í stórleik umferðarinnar. Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með 6 mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3 mörk en Elvar Örn komst ekki á blað þrátt fyrir eina tilraun. Viktor Gísli kom lítið við sögu en varði 1 skot.

Staðan í B riðlinum

Standings provided by Sofascore

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top