Ýmir Örn Gíslaosn - Göppingen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar 5.umferðin hófst. í Hannover tóku heimamenn á móti Kiel sem fóru með stigin tvö heim eftir 40-34 sigur en í Stuttgart gerðu Stuttgart og Göppingen jafntefli 28-28. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk úr þremur skot tilraunum í liði Göppingen í leiknum en mikið jafnræði var með á liðunum en staðan í hálfleik var 13-13. Kai Hafner var markahæstur í liði Stuttgart með ellefu mörk en Ludvig Hallback var markahæstur í liði Göppingen með sjö mörk. Í sex marka sigri Kiel gegn Hannover-Burgdorf var Elias a Skipagötu markahæstur með fimmtán mörk en Marius Steinhauser var markahæstur í liði Hannover-Burgdorf með tólf mörk. Úrslit kvöldsins: Hannover - Kiel 34-40
Stuttgart - Göppingen 28-28
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.