Thomas Oehlrich (Leipzig Instagram)
Íslendingalið DHfK Leipzig sem Blær Hinriksson leikur með hafa þurft að leita djúpt niður listann til að leysa þau meiðslavandræði sem hrjáir liðið. Það hefur leitt til þess að Thomas Oehlrich snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina á sunnudaginn, 41 árs að aldri. Leipzig tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum í dag að þegar liðið mætir THW Kiel í Bundesligunni á sunnudaginn verður fyrrverandi fyrirliðinn og goðsögnin Thomas Oehlrich í leikmannahópi félagsins. Oehlrich hefur undanfarin ár leikið í neðri deildum í Þýskalandi en hann lék síðast með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Síðan þá hefur hann spilað fyrir NHC Concordia Delitzsch í Regionalliga Mitteldeutschland. „Haltið ykkur fast! Við höfum endurvirkjað Thomas Oehlrich fyrir heimaleikinn á sunnudaginn,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Fyrrverandi fyrirliðinn og varnarmaðurinn mun hjálpa okkur gegn Kiel.“ Moritz Preuss og Luka Rogan eru báðir frá vegna meiðsla. Oehlrich á sér langa sögu hjá Leipzig. Eftir nokkur tímabil hjá Concordia Delitzsch, þar sem hann hjálpaði félaginu að komast upp í Bundesliguna árið 2005, fór hann til Leipzig árið 2010. Þar var hann lykilmaður í uppgangi félagsins úr þriðju deild upp í Bundesliguna. Árið 2021 hætti hann atvinnumannaferli sínum, en á sunnudaginn fær hann aftur tækifæri til að klæðast treyjunni að þessu sinni í einvígi gegn THW Kiel.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.