Guðjón Valur ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Í dag fóru fram tveir leikir í 4.umferð þýsku bundesligunni, og voru 2 íslendingar auk þjálfara í eldlínunni í kvöld. Fyrri leikur dagsins fór fram í Hamburg þegar að Einar Þorsteinn bauð Lemgo í heimsókn. Hamburg voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 16-12. Lemgo stigu upp í seinni hálfleik og endaði leikurinn í 35-35. Einar Þorsteinn lagði upp eitt mark. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Moritz Sauter 11 mörk og lagði upp 4 mörk. Seinni leikur dagsins var þegar að Minden buðu Guðjóni Val og lærisveinum í Gummersbach í heimsókn. Í hálfleik var staðan 13-15 fyrir Gummersbach. Í seinni hálfleik héldu Gummersbach góðri spilamennsku og unnu loks 23-31. Elliði Snær komst ekki á blað. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Miro Schluroff með 6 mörk og lagði upp eitt mark. Leikir dagsins: Hamburg-Lemgo 35-35 Minden-Gummersbach
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.