Guðmundur Guðmundsson ((Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP) / Sweden OUT / SWEDEN OUT
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild karla í Danmörku þar sem Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra. TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason spilar með mættu Sønderjyske á útivelli í kvöld og því miður tapaðist leikurinn í hörkuleik, 31-29. Jóhannes Berg skoraði þrjú mörk úr sjö skotum og bætti við tveimur stoðsendingum. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia töpuðu með fimm mörkum fyrir Nordsjælland á útivelli, 31-26. Þeir fara illa af stað í deildinni í ár en þeir hafa aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum og spurning hvort farið sé að hitna undir fyrrum landsliðsþjálfaranum. Í seinasta leik kvöldsins unnu GOG góðan sigur á Grindsted, 34-31. Úrslit kvöldsins: Sønderjyske 31-29 TTH Holstebro Nordsjælland 31-26 Fredericia GOG 34-31 Grindsted
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.