Ég er mjög ánægður með byrjun tímabilsins
Eyjólfur Garðarsson)

Carlos Martin Santos (Eyjólfur Garðarsson)

Nýliðar Selfoss gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslands- og bikarmeistara Fram í 3.umferð Olís-deildar karla á heimavelli í kvöld með einu marki 32-31. Selfyssingar voru yfir gott sem allan leikinn en mikil spenna var undir lok leiks.

Carlos Martin Santos þjálfari Selfyssinga var að vonum hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsti sigur Selfyssinga á tímabilinu.

,,Við byrjuðum fyrri hálfleikinn vel og spiluðum af miklum krafti í 30 mínútur og fengum góð færi sóknarlega sérstaklega þegar við vorum að keyra í bakið á þeim. Við gerðum nokkur mistök sóknarlega og vorum með nokkra tapaða bolta en í heildina var fyrri hálfleikurinn góður," sagði Carlos Martin í viðtali við Handkastið eftir leik.

,,Svo í seinni hálfleik byrjuðum við betur en í síðustu tveimur leikjum, en við hættum að keyra jafn mikið á þá eins og í fyrri hálfleik. Að lokum snerist þetta um hvort liðið myndi gera færri mistök og fá markvörslu í lokin."

En hvernig leið honum á hliðarlínunni undir lok leiks en Selfyssingar hafa misst góða forystu niður í tap og jafntefli í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

,,Mér leið vel. Við vorum að spila góða vörn og vorum svolítið óheppnir í sumum skotum en tilfinningin var góð varðandi leikinn. Við fylgdum leikplani vel í sókninni sem var mikilvægt," sagði Carlos sem var ánægður með leikinn í heild og fannst þetta vel spilaður leikur af báðum liðum.

En hefur hann verið ánægður með byrjunina á tímabilinu hjá liðinu?

,,Heilt yfir. Ef færanýtingin okkar úr dauðafærum gegn KA hefði verið betri þá hefðum við átt möguleika gegn þeim í þeim leik. En gegn ÍR var fyrri hálfleikurinn góður en við gerðum svo mörg mistök, töpuðum boltanum of auðveldlega og tókum ekki bestu ákvarðirnar sóknarlega á köflum. En ég held að liðið hafi verið að bæta sig æfingu eftir æfingu síðan við byrjuðum undirbúningstímabilið og það sást í leikjunum sem við spiluðum fram að þessu frá júlí. Svo já, ég er mjög ánægður með byrjun tímabilsins en við þurfum að halda áfram að bæta okkur og gera færri mistök, en ég held að við séum á réttri leið," sagði Carlos að lokum í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top