Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)
Lokaleikur 3.umferðarinnar fór fram á Selfossi í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram. Það er skemmst frá því að segja að Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Fram 32-31. Selfyssingar tóku strax frumkvæðið í leiknum og voru komnir með 6 marka forskot um miðjan fyrri hálfleikinn 10-4 og leiddu verðskuldað í hálfleik 18-14. Selfoss hélt svo forskotinu framan af síðari hálfleik en þá komu Frammarar með áhlaup og náðu að jafna leikinn 27-27 þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru svo æsi spennandi og virtust Frammarar ætla að stela sigrinu en þeir voru 1 marki yfir þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. Selfoss skoraði hins vegar síðustu 2 mörk leiksins og fóru með verðskuldaðan sigur af hólmi 32-31 og þar með fyrsta sigur sinn í deildinni á þessu tímabili. Markaskorun Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 7 mörk, Hannes Höskuldsson 5, Jason Dagur Þórisson 4, Valdimar Örn Ingvarsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1. Markvarsla Selfoss: Alexander Hrafnkelsson 11 varin, Philipp Seidemann 2 varin. Markaskorun Fram: Ívar Logi Styrmisson 10 mörk, Dánjal Ragnarsson 7, Arnþór Sævarsson 4, Max Emil Stenlund 4, Rúnar Kárason 3, Eiður rafn Valsson 2, Magnús Öder Einarsson 1. Markvarsla Fram: Arnór Máni Daðason 7 varin, Breki Hrafn Árnason 0 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.