Óvissa ríkir um þátttöku Adams í næstu leikjum
Sævar Jónsson

Adam Thorstensen (Sævar Jónsson

Mikil óvissa ríkir um þátttöku markvarðarins, Adams Thorstensen markvarðar Stjörnunnar en hann hefur ekkert leikið með liðinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Olís-deildinni.

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar staðfesti í samtali við Handkastið að Adam væri að glíma við afleiðingar síendurtekinna höfuðhögga og engin sénsar væru teknir.

Adam hefur ekki verið í leikmannahópi Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Olís-deildinni en Stjarnan mætir HK í Heklu-höllinni klukkan 19:00 í kvöld í 3.umferðinni. Adam lék báða leiki Stjörnunnar í Evrópukeppninni gegn Baia Mare í millitíðinni.

,,Adam hefur í rauninni ekkert æft eftir Evrópuleikinn gegn Baia Mare. Hann fékk skot í höfuðið fyir fyrsta leikinn gegn Val er ennþá að ná sér eftir það. Hann treysti sér að spila seinni leikinn gegn Baia Mare en eftir það kom bakslag," sagði Hrannar í samtali við Handkastið.

,,Ég þori ekki að segja til um það hvenær hann verður klár. Það virðist ekki vera hægt að segja til um það þegar um svona höfuðhögg er að ræða."

,,Hann hefur auðvitað fengi nokkur höfuðhögg í gegnum tíðina og við erum ekki að taka neina sénsa með það."

Stjarnan eru stigalausir og mæta hinu stigalausu liði Olís-deildarinnar í mikilvægum leik á heimavelli í kvöld. Leikur Stjörnunnar og HK er sýndur í Handboltapassanum.

Leikir kvöldsins:
18:30 Þór - Valur
19:00 Stjarnan - HK
19:30 Selfoss - Fram

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top